Spurt og svarað

03. júní 2010

Stærri fætur

Ég hef alltaf passað í skó númer 37-38 og allt í einu núna á þessari þriðju meðgöngu minni þá passa ég ekki lengur í skóna mína. Ég er komin í skóstærð 39-40 :( Mér var sagt að fætur geta stækkað þegar konur eru óléttar!  Ég hef ekki mikinn bjúg, minni bjúg núna en á síðustu meðgöngu.

Komin 6 mánuði á leið og búin að bæta á mig 10 kg og var nokkurnveginn í kjörþyngd fyrir óléttu. Hvað er það sem stækkar? Lengjast tærnar eða stækka beinin? Er ég kannski feitari en ég geri mér grein fyrir?  Getur þetta gengið tilbaka eftir meðgöngu??

Kveðja

ósátt Stórfótur


Sæl

Það er rétt að fætur geta stækkað á meðgöngu.  Vissulega spilar bjúgur og þyngdaraukning inní en fóturinn sjálfur, beinin, geta stækkað eða lengst.  Það er venjulega ekki eitthvað sem gengur til baka þó bjúgurinn og þyngdaraukningin geri það.

Fætur kvenna stækka samt oftast ekki um 2 númer nema tímabundið og þá oftast vegna bjúgs.

Þú getur væntanlega horft fram á eitthvað betri tíma eftir að meðgöngunni lýkur.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir.
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
3. júní 2010.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.