Stærð legs við 20 vikna meðgöngu

23.02.2009

Ég er ófrísk, komin 19 1/2 viku og legið er komið alla vega 3 cm fyrir ofan nafla. Mér var sagt að legið ætti að vera komið að nafla um 20

vikur.  Er þetta misjafnt milli kvenna?

Kveðja Ein forvitin


Komdu sæl

Reglan er sú að legið nemur við nafla við 20 vikurnar eða mælist 20 sm. frá efri brún lífbeins að legbotni.  Venjulega er miðað við að sentimetrarnir fylgi meðgöngulengd í vikum (eftir 20 vikur) +/- 2 sm.  Holdafar móður getur þó spilað inní þessar tölur og fleira.


Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. febrúar 2009.