Stærðarmælingar í sónar

16.11.2008

Sæl!

Ég var að koma úr auka sónar er gengin 29 vikur og tók eftir því þegar ég fór að skoða blaðið frá ljósmóðurinni að AC er 226,2 mm sem er töluvert undir miðju á mælilínunni sem er sýnd. Höfuðstærðin er svolítið yfir miðju og þyngdin er rétt undir miðjunni. Hvað er þetta AC, þarf ég að hafa áhyggjur að því að það sé undir meðaltali.


Sæl!

Þyngd barns er reiknuð út  frá höfuðmælingu og ummáli kviðar (AC) tölvuforrit setur þetta inn á töflu og reiknar svo út þyngd. Þyngd barna er mjög breytileg og er allt sem rúmast innan stikunnar eðlilegt, þannig ef þínar mælingar eru innan stikurnar þá er barnið í eðlilegri þyng.

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
16. nóvember 2008.