Spurt og svarað

16. nóvember 2008

Stærðarmælingar í sónar

Sæl!

Ég var að koma úr auka sónar er gengin 29 vikur og tók eftir því þegar ég fór að skoða blaðið frá ljósmóðurinni að AC er 226,2 mm sem er töluvert undir miðju á mælilínunni sem er sýnd. Höfuðstærðin er svolítið yfir miðju og þyngdin er rétt undir miðjunni. Hvað er þetta AC, þarf ég að hafa áhyggjur að því að það sé undir meðaltali.


Sæl!

Þyngd barns er reiknuð út  frá höfuðmælingu og ummáli kviðar (AC) tölvuforrit setur þetta inn á töflu og reiknar svo út þyngd. Þyngd barna er mjög breytileg og er allt sem rúmast innan stikunnar eðlilegt, þannig ef þínar mælingar eru innan stikurnar þá er barnið í eðlilegri þyng.

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
16. nóvember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.