Spurt og svarað

06. maí 2007

Stálmi á meðgöngu?

Sælar og takk fyrir ljómandi góðan vef sem kemur að góðum notum

Ég er gengin með 39 vikur og 5 daga og er með svo mikinn verk í brjóstinu líkt og það sé kominn stálmi. Ég er hálf undrandi að vera kominn með stálma og barnið ekki fætt. Getur svona gerst?

Takk.


Sæl og blessuð.

Já, fræðilega séð er þetta alveg hægt. Þegar losnar um lítinn hluta fylgjunnar geta losnað hormón í nægu magni til að setja mjólkurframleiðslu í gang. Tveim til þrem dögum seinna stálma brjóstin. Ég tel hins vegar frekar ótrúlegt að þú hafir lent í þessu. Þú hefðir trúlega mörg önnur einkenni þ.á.m. blæðingu og svo er þetta mjög sjaldgæft. Það er hins vegar miklu algengara að brjóstvefurinn taki rosalegan þroskakipp rétt fyrir fæðingu. Það lýsir sér með þrota í brjóstum, eymslum, auknum broddleka og verkjum. Þetta er bara síðasta atriðið til að hafa brjóstin tilbúin fyrir barnið og það er ákveðin breyting á hlutfalli hormónanna sem stjórna þessu.

Vona að allt gangi vel.   

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. maí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.