Starfsemi fylgju

18.08.2008

Er hægt að mæla virkni fylgju og hvernig er það gert?  Ástæða bréfsins er að vinkona mín, búsett erlendis, lenti í fylgjulosi við 15v.  Hún hvíldi sig mest alla meðgönguna að ráði lækna en lenti síðan í "plönuðum" keisara við 40v vegna sitjandi stöðu barns.  Þegar fylgjan kom í ljós sögðu læknarnir að hún hefði verið látin ganga ALLT OF LENGI með barnið, fylgjan væri nánast ónýt og þó að barnið líti vel út og virðist 100% þá verði að fylgjast sérstaklega með þroska þess þegar fram í sækir.  Hefði virkni fylgjunnar ekki átt að vera könnuð reglulega?  Sérstaklega í lok meðgöngunnar?  Hvernig er þessu háttað hér á Íslandi?


Jú það er hægt að mæla starfsemi fylgju með sónarskoðunum þar sem flæðið í fylgunni er mælt.  Metið er hvert tilfelli fyrir sig og  konan send í sónarsoðanir eftir því sem þarf ef grunur leikur á um fylgjulos.  Fylgjan eldist líka eftir því sem líður á meðgönguna og missir aðeins hæfileikann til að sinna starfi sínu.

Í tilfelli vinkonu þinnar finnst mér að hún ætti að tala nánar við fæðingarlækninn sinn til að fá útskýringar á þessu

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. ágúst 2008.