Spurt og svarað

18. ágúst 2008

Starfsemi fylgju

Er hægt að mæla virkni fylgju og hvernig er það gert?  Ástæða bréfsins er að vinkona mín, búsett erlendis, lenti í fylgjulosi við 15v.  Hún hvíldi sig mest alla meðgönguna að ráði lækna en lenti síðan í "plönuðum" keisara við 40v vegna sitjandi stöðu barns.  Þegar fylgjan kom í ljós sögðu læknarnir að hún hefði verið látin ganga ALLT OF LENGI með barnið, fylgjan væri nánast ónýt og þó að barnið líti vel út og virðist 100% þá verði að fylgjast sérstaklega með þroska þess þegar fram í sækir.  Hefði virkni fylgjunnar ekki átt að vera könnuð reglulega?  Sérstaklega í lok meðgöngunnar?  Hvernig er þessu háttað hér á Íslandi?


Jú það er hægt að mæla starfsemi fylgju með sónarskoðunum þar sem flæðið í fylgunni er mælt.  Metið er hvert tilfelli fyrir sig og  konan send í sónarsoðanir eftir því sem þarf ef grunur leikur á um fylgjulos.  Fylgjan eldist líka eftir því sem líður á meðgönguna og missir aðeins hæfileikann til að sinna starfi sínu.

Í tilfelli vinkonu þinnar finnst mér að hún ætti að tala nánar við fæðingarlækninn sinn til að fá útskýringar á þessu

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.