Spurt og svarað

21. apríl 2015

Staðsetning barns

Sælar og takk fyrir frábæran vef :) Ég fjárfesti í doppler og er nánast búin að nota hann daglega núna í 10 daga (er komin 17v5d og ekki byrjuð að finna neinar hreyfingar), nota hann samt bara í stuttan tíma í senn. Það er kannski asnalegt að vera að pæla svona mikið í þessu, en það eru ótrúlegustu hlutir sem maður hefur áhyggjur af á meðgöngunni. Málið er að ég finn hjartsláttinn alltaf á nákvæmlega sama stað, neðarlega til hægri. Tek það fram að ég þekki muninn á slættinum í fylgjunni og hjartslættinum hjá krílinu, ljósmóðirin mín leyfði mér að heyra muninn síðast þegar ég fór í mæðraverndina. Hann er hægari og þyngri í fylgjunni og er alltaf vinstra megin við hjartsláttinn hjá krílinu, sem er sterkur og flottur :) Spurningin mín er þessi: Er alveg í lagi að það sé eins og krílið sé ekkert að hreyfa sig um og haldi sig alltaf á sama staðnum? Bestu kveðjur

 

Heil og sæl, það er algjörlega eðlilegt að heyra hjartsláttinn alltaf á sömu slóðum. Barnið hreyfir sig heilmikið þó að það fari ekki svo langt að hjartsláttur sé á öðrum stað. Á næstu vikum ferðu að finna hreyfingar og þá geturðu miklu betur fylgst með barninu þínu. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
21. apríl 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.