Bakfæði?

02.01.2013
Sæl
Ég er ekki komin nema 6 vikur á leið, en málið er að mér finnst eins og það sé eitthvað að í maganum, ég er lystarlaus en samt ekki, mér svíður svo mikið í magann og gubba mjög súrum glærum vökva, þegar ég fer á fætur þá verð ég bara að hlaupa og gubba, ég er búin að prófa að borða hafragraut og ristað brauð, en það virðist ekki skipta neinu.
Með von um svar sem fyrst
Sæl, og til hamingju með þungunina
Þetta magavandamál þitt hljómar eins og klassísk meðgönguógleði sem er algengur kvilli á meðgöngu. Venjulega minnkar ógleðin og hættir alveg á 12. viku meðgöngu eða þar um bil en í sumum tilfellum varir hún eitthvað lengur.
Hér á síðunni höfum við svarað fjölmörgum fyrirspurnum um ógleði á meðgöngu, þú getur fundið fyrirspurnirnar og svörin með því að slá inn „ógleði“ eða „morgunógleði“ í leitargluggann í spurt og svarað. Einnig hafa verið tekin saman ráð við meðgönguógleði hér vinstramegin á síðunni undir „meðgöngukvillar“.
Vona að ráðin dugi þér vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. janúar 2013