Stelpa eða strákur?

31.01.2011

Hvenær er best að sjá hvort það er stelpa eða strákur, hvað á maður að vera komin margar vikur á leið.  Hvernig sést það?  Í sónar, með hjartslætti eða einhverju öðru? Eða sést það bara á kynfærunum?


Það sést oftast í 20 vikna sónar á kynfærunum en þá þarf barnið að snúa þannig að hægt sé að skoða það.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31.janúar 2011.