Spurt og svarað

05. mars 2008

Sterk efni og hreinsiefni

Sælar og takk fyrir góðan vef :)

Ég er komin 17 vikur og er að vinna við félagslega heimaþjónustu þar sem við aðstoðum gamalt og veikt fólk við heimilisstörf og veitum þeim félagsskap. Það sem mig langar að vita er hvort það geti haft einhver áhrif á fóstrið að í þessu starfi er ég að vinna með hreinsiefni á hverjum degi. Ég kemst auðvitað ekki hjá því að anda að mér efnunum á meðan ég er að vinna með þau og langar að vita hvort að það geti skaðað fóstrið? Ég hef heyrt að það sé mjög hættulegt að anda að sér klór og sterkum efnum sem maður þrífur t.d. ofna með. Hvað með venjuleg efni eins og Ajax og gólfsápur og annað? Er þetta rétt eða þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu?

Kveðja ein áhyggjufull.


Sæl og blessuð!

Þú getur fengið upplýsingar um þetta á vefsíðu Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur gefið út Leiðbeiningar um áhættumat í starfsumhverfi þungaðra kvenna og kvenna sem hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.