Spurt og svarað

09. mars 2012

Sterk lykt af lími og lakki í byrjun meðgöngu

Sælar ljósmæður!

Ég er verðandi móðir og hef verið að hugsa mikið um hve mikil áhrif eiturefni (sterk lykt) hefur áhrif á fóstur. Fyrstu 3 mánuði meðgöngunnar var ég í vinnu þar sem kom fyrir að það var verið að nota sterk efni, s.s. sterk lím, spritt og lakksprey. Þetta var u.þ.b. 100 fermetra rými. Ég notaði gasgrímu eins oft og ég gat og fór út í dyr til að fá mér frískt loft þegar ég gat. Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér. Er komin 18 vikur á leið í dag.

Kveðja, Verðandi móðir.Sæl og blessuð!

Það er ekki hægt að fullyrða neitt um hvaða áhrif þetta hefur en lyktarskyn þitt verndar þig og þar með barnið þitt frá óæskilegum áhrifum. Ef sterk lykt veldur okkur óþægindum þá reynum við að forðast hana með öllum ráðum eins og þú hefur gert með því að fara út í ferskt loft og nota viðeigandi grímur.

Þú getur fengið nánari upplýsingar um þetta á vefsíðu Vinnueftirlitsins en Vinnueftirlitið hefur gefið út Leiðbeiningar um áhættumat í starfsumhverfi þungaðra kvenna og kvenna sem hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.


Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2012.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.