Sterk lykt af þvagi

13.03.2015

Góðan dag, Ég er gengin 11 vikur með mitt þriðja barn. Strax frá upphafi meðgöngu hef ég haft mjög tíð þvaglát, jafnvel vaknað tvisvar á nóttu til þess og á daginn oft á klt fresti. Ég veit að þetta er eitt af einkennunum fyrst á meðgöngunni en þó hef ég áhyggjur því ég man ekki eftir því að það hafi verið svona rosalega oft á fyrri meðgöngum og einnig veldur það mér áhyggjum að þvagið er alltaf mjög koncentrerað og sterk lykt af því. Ég hef enn ekki farið í mæðraskoðun en er þetta eitthvað sem ég ætti að láta athuga strax eða er þetta bara eðlilegt? Með von um skjót svör.


Heil og sæl, ég ráðlegg þér að fara strax á heilsugæslustöðina þína með þvagprufu til að athuga hvort þú gætir hugsanlega haft þvagfærasýkingu. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
13. mars 2015