Steypuryk

16.12.2008

Sælar

Mig langaði að spyrja hvort það er í lagi að vera í kringum steypuryk - það er verið að rífa vegg hjá mér og mikið af ryki sem losnar við það.  Ég er búin að vera vesenast með ryksugu og annað í kringum þetta. Er það í lagi?  Ég er komin 19 .vikur


Sæl

Barnið er vel varið og þetta hefur ekki áhrif á það nema þú getir hreinlega ekki náð andanum fyrir ryki.  Það er hinsvegar alltaf gott að vera með maska eða grímu fyrir andlitinu þegar verið er að vinna í kringum svona mikið ryk.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. desember 2008.