Stilnoct

10.07.2012

Sæl

Mig langaði að spyrja þig um svefnlyf, ég komst af því ég væri ólétt þegar ég var komin 8 vikur á leið og þá var ég búin að vera taka svefnlyf (stilnoct), því ég er með ónýtt bak og sef mjög illa. Ég hef svo miklar áhyggjur að ég hafi eyðilagt eitthvað, er það möguleiki? Þegar ég fattaði að ég væri ólétt hætti ég að taka þetta en er svefnlaus í staðin. Með fyrirfram þökk


Sæl

Þú þarft ekki að  hafa áhyggjur af því að hafa skemmt eitthvað með því að hafa notað stilnoct. Ég mæli með því að þú talir við ljósmóður í mæðraverndinni og fáir frekari ráð hjá henni. Það þarf að finna lausn á þínum vanda, ljósmóðir og læknir í mæðraverndinni geta farið yfir þín mál og aðstoðað þig.
Gangi þér vel.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. júlí 2012