Stingir í leggöngum

29.08.2011

Ég er gengin 25 vikur með 3ja barn en fyrir um viku síðan byrjaði ég að finna fyrirþví að hreyfingarnar hafa verið mjög mikið undir
lífbeininu og alveg neðst og einnig hef verið að fá stingi í leggöngin og túrverkjaseiðing þegar ég stend mikið eða labba.  Ég fæ líka þá tilfinningu að það sé þráður í leggöngunum (sem er ekki) enþá tilfinningu kannast ég við fráþví á fyrri meðgöngum þegar leghálsinn hefur verið að styttast og opnast. Ég finn einnig  þrýsting á utanverðum kynfærum eins og barnið liggi mjög þungt á öllu þarna niðri. Spurning mín er sú hvort það sé möguleiki á því að barnið geti verið komið svona djúpt ofan í grindina strax og jafnvel búið að skorða sig? Og mögulega að leghálsinn sé fainn að styttast og mýkjast? Getur verið að égþurfi að hafa
áhyggjur af fæðingu fyrir tímannþar sem ég er orðin svona þetta snemma?


Komdu sæl.

Líklegast er að barnið snúi einhvernveginn þannig að það þrýsti á taugar og líffæri sem gefa þessi einkenni.  Ég mæli samt með því að þú farir í aukaskoðun til ljósmóðurinnar þinnar sem getur tekið nákvæmari sögu og vill kannski skoða þetta eitthvað betur m.t.t. þvagfærasýkingar eða sveppasýkingar, samdrátta o.fl.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
29. ágúst 2011.