Bakflæði?

26.03.2008

Hæ!

Ég er komin 25 vikur á leið og mig grunar að ég sé búin að vera með bakflæði í svolítinn tíma. Ég fæ öðru hvoru brjóstviða, mér finnst stundum eins og harður köggul færist um vélindað og upp, endalaust ropandi, fæ oft nábít, er stundum við það að gubba og núna var ég næstum því búin að æla á kærastann minn. Var ekkert óglatt eða neitt ælan kom bara og ég rétt náði að forða stórslysi. Er ekki að drekka mikið af gosi eða neitt. Er frekar dugleg að drekka vatn og borða almennilegan mat. Heldur þú að þetta sé bakflæði?


Sæl og blessuð!

Þetta er mögulega bakflæði. Það er fín grein um bakflæði á Doktor.is - kíktu á hana.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. mars 2008.