Spurt og svarað

03. janúar 2011

Stór börn

Góðan daginn.

Það er eitt sem ég hef verið að velta mikið fyrir mér.  Ég á tvo drengi sá fyrri var 3.900 gr. og 55cm við fæðingu og sá seinni var 4.600 gr. og 56 cm við fæðingu. Nú er þriðja barnið á leiðinni og ég er farin aðhafa áhyggjur af að það verði mjög stórt, þar sem börnin virðast fara stækkandi með hverri fæðingunni.  Þağ var dáldið maus að fæða seinni drenginn og hann ağ lokum tekinn með klukku...er þetta algjörlega genetískt eða er eitthvað sem ég get gert á meðgöngunni til að sporna við þessu?  Tek það fram að ég hef alltaf tekið vítamín og passað vel uppá mataræðið...  ég veit bara að því stærri sem börnin eru því erfiðara getur verið að koma þeim inní þennan blessaða heim.

P.s. myndi aukin hreyfing á meðgöngu hafa eitthvað með þetta að segja?

Með fyrirfram þökk, Steinunn 


Sæl Steinunn

Mataræði og hreyfing hefur töluvert mikið að segja á meðgöngu sem endranær svo kannski getur þú endurskoðað eitthvað þar. Mikil þyngdarauking á meðgöngunni skilar sér líka til barnsins sem verður stærra en annars.  Sykursýki á meðgöngu er líka eitthvað sem þarf að skoða ef barn virðist ætla að verða mjög stórt.

Ég ráðlegg þér að ræða þetta við ljósmóðurina þína í næstu skoðun þar sem ég hef ekki upplýsingar um þyngd þína fyrir, þyngdaraukningu á meðgöngunni, sögu um sykursýki eða hvort þú hefur farið í sykurþolspróf o.s.frv.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
3. janúar 2011.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.