Spurt og svarað

12. júní 2009

?Túrverkir? og blæðing við 26 vikur

Góðan dag.

Ég er gengin 26 vikur og hef verið af og til frá 20 viku að fá slæma samdrætti sem hætta ef ég tek því rólega. Í gærkvöldi fékk ég rosalega túrverki sem komu á tveggja til þriggja mínútna fresti í svona klukkutíma en því fylgdi engir samdrættir, allavega ekki sem ég gat fundið. Þetta voru slæmir verkir og aðallega neðarlega framan á kúlunni og stóðu þeir í svona 30-40 sek. Svo seinna um kvöldið byrjaði að blæða. Það blæddi fersku í smástund en hefur ekki komið meira. Er eðlilegt að fá túrverki sem fylgir engir samdrættir og að það fari að blæða samhliða þessu?

Takk fyrir.


Sæl og blessuð!

Fersk blæðing og sárir verkir eru ekki eðlilegir og þú ættir að hafa samband við ljósmóðurina þína í dag.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. júní 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.