?Túrverkir? og blæðing við 26 vikur

12.06.2009

Góðan dag.

Ég er gengin 26 vikur og hef verið af og til frá 20 viku að fá slæma samdrætti sem hætta ef ég tek því rólega. Í gærkvöldi fékk ég rosalega túrverki sem komu á tveggja til þriggja mínútna fresti í svona klukkutíma en því fylgdi engir samdrættir, allavega ekki sem ég gat fundið. Þetta voru slæmir verkir og aðallega neðarlega framan á kúlunni og stóðu þeir í svona 30-40 sek. Svo seinna um kvöldið byrjaði að blæða. Það blæddi fersku í smástund en hefur ekki komið meira. Er eðlilegt að fá túrverki sem fylgir engir samdrættir og að það fari að blæða samhliða þessu?

Takk fyrir.


Sæl og blessuð!

Fersk blæðing og sárir verkir eru ekki eðlilegir og þú ættir að hafa samband við ljósmóðurina þína í dag.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. júní 2009.