Spurt og svarað

16. janúar 2018

Mamman eftir fæðingu

Góðan daginn Núna eru rúmlega 6 vikur síðan ég átti, og ég er með mjög furðulega spurningu..ég hálf skammast mín að spyrja að þessu og hef því ekki spurt lækni eða ljósmóður. en.. Öll útferð er hætt og engin óþægindi, en það er eins og það séu einhverjar loftbólur..mjög erfitt að útskýra, en mér líður eins og það myndist einhverskonar loftbólur í klofinu og ég þarf að jöggla mér til til þess að losna við þær. Eins finnst mér enþá koma svoldið slæm lykt af mér eins og þegar mesta úthreinsunin var.. Ég rifnaði lítið og því lítið sem þurfti að sauma. En gæti ég verið með einhverja sýkingu eða er þetta eðlilegt? Mér líður annars mjög vel, engin óþægindi, hiti eða neitt þannig. Takk takk Ein mjög ráðvilt.

Heil og sæl, jú ég kannast  við þetta með loftbólurnar, vertu bara róleg og sjáðu til þetta mun líkast til hætta fljótlega. Það á ekki að vera vond lykt það getur í sumum tilfellum bent til sýkingar en ef þér líður vel og finnur ekkert þá er mjög ólíklegt að um einhverskonar sýkingu sé að ræða. Ég ráðlegg þér að sjá til hvort þetta lagast ekki líka. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.