Nuvaring

16.01.2018

Hæ ég var að byrja að nota nuva ring. Setti hann upp á fyrsta degi blæðinga. Ég er mjög aktíf manneskja sem þolir ekki dömubindi þangi að ég var mjög fegin þegar ég las í bæklingnum að ég mætti nota tappa. Núna nokkrum dögum seinna. Er ég búin að tína hringnum.... Eru ekki allar líkur á því að hann hafi dottið út frekar en að hafa þrýstst upp ?? ætla að setjupp nýjan á meðan ég bíð eftir svari ?? Þakka góðann vef. Ég las líka í bæklingnum að það væri ok að taka út í max 3 klst má gera það við samfarir sá ekkert um það í bæklingnum. ..

Heil og sæl, það er frekar ólíklegt að hringurinn sé það hátt uppi að þú finnir hann ekki. Það getur þó verið. Ég ráðlegg þér að setja annann fótinn uppá stól og standa á hinum fætinum (þannig kemstu betur að) og leita svo af þér allan grun. Teygðu fingurnar eins langt upp og þú mögulega getur. Ef þú ert búin að leita af þér allan grun hefur hringurinn dottið út. Já það má taka hringinn úr við samfarir en muna að setja hann upp aftur innan 3 klst. Gangi þér vel.