Spurt og svarað

16. janúar 2018

Áfengi í miklu magni og brjóstagjöf

Hæhæ. Ég er búin að lesa um allar fyrirspurnir á siðunni um áfrngisdrykkju og brjóstagjöf, en þá er alltaf talað um 1-2 drykki með mat. Hvernig er það ef maður er að fara út að skemmta sér og fá sér áfengi í meira magni en bara 1, 2 eða 3 drykki? Á maður þá líka að bíða eftir að áhrifin hverfi til þess að gefa brjóst aftur? Einnig langaði mig að spyrjast með að pumpa sig. Þið eruð að tala um að ekki að pumpa sig og henda mjólkinni, en ef ég tek ekki pumpuna með og pumpa mig þá springa á mér brjóstin. Á ég þá bara frekar að springa og líða illa í brjóstunum? Get ég ekki skotist inná klósettið, losað um mestan þrýstinginn og helt því í vaskinn?

Heil og sæl, ef þú ætlar að drekka áfengi í einhverju magni þá getur þú ekki gefið brjóst á meðan þau áhrif vara og áfengið er í blóðinu. Þú getur auðvitað tekið pumpuna með og mjólkað þig og hent því sem kemur. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.