Áfengi í miklu magni og brjóstagjöf

16.01.2018

Hæhæ. Ég er búin að lesa um allar fyrirspurnir á siðunni um áfrngisdrykkju og brjóstagjöf, en þá er alltaf talað um 1-2 drykki með mat. Hvernig er það ef maður er að fara út að skemmta sér og fá sér áfengi í meira magni en bara 1, 2 eða 3 drykki? Á maður þá líka að bíða eftir að áhrifin hverfi til þess að gefa brjóst aftur? Einnig langaði mig að spyrjast með að pumpa sig. Þið eruð að tala um að ekki að pumpa sig og henda mjólkinni, en ef ég tek ekki pumpuna með og pumpa mig þá springa á mér brjóstin. Á ég þá bara frekar að springa og líða illa í brjóstunum? Get ég ekki skotist inná klósettið, losað um mestan þrýstinginn og helt því í vaskinn?

Heil og sæl, ef þú ætlar að drekka áfengi í einhverju magni þá getur þú ekki gefið brjóst á meðan þau áhrif vara og áfengið er í blóðinu. Þú getur auðvitað tekið pumpuna með og mjólkað þig og hent því sem kemur. Gangi þér vel.