Klofin geirvarta og brjóstagjöf

18.01.2018

Sælar ljósmæður! Er ólétt af mínu fyrsta barni komin 32v og er aðeins farin að hugsa um brjóstagjöfina. Er með klofna geirvörtu öðrumegin og var að hugsa hvort það gæti haft einhver áhrif á brjóstagjöfina. Hún rifnaði/klofnaði fyrir um það bil 10 árum.

Heil og sæl, börnin læra snemma á geirvörtur mömmu sinnar. Það er smámöguleiki að það verði eitthvað bras sérstaklega í upphafi en það getur líka orðið bras þó að geirvörtur séu heilar. Þú skalt því reikna með að brjóstagjöfin gangi en líka að það geti hugsanlega orðið eitthvað smávesen í upphafi. Þú færð væntanlega heimaþjónustuljósmóður og þú skal nota hana vel í byrjun og fá hjá henni góð ráð. Gangi þér vel.