Spurt og svarað

18. janúar 2018

Klofin geirvarta og brjóstagjöf

Sælar ljósmæður! Er ólétt af mínu fyrsta barni komin 32v og er aðeins farin að hugsa um brjóstagjöfina. Er með klofna geirvörtu öðrumegin og var að hugsa hvort það gæti haft einhver áhrif á brjóstagjöfina. Hún rifnaði/klofnaði fyrir um það bil 10 árum.

Heil og sæl, börnin læra snemma á geirvörtur mömmu sinnar. Það er smámöguleiki að það verði eitthvað bras sérstaklega í upphafi en það getur líka orðið bras þó að geirvörtur séu heilar. Þú skalt því reikna með að brjóstagjöfin gangi en líka að það geti hugsanlega orðið eitthvað smávesen í upphafi. Þú færð væntanlega heimaþjónustuljósmóður og þú skal nota hana vel í byrjun og fá hjá henni góð ráð. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.