Spurt og svarað

24. janúar 2018

Byrja á blæðingum með 3ja mánaða barn á brjósti

Góðan daginn. Stelpan mín er þriggja mánaða og hefur eingöngu verið á brjósti hingað til, en bara öðru brjóstinu þar sem hún tók ekki hitt i byrjun og framleiðslan var lítil sem engin þar. Í gær byrjaði ég svo á blæðingum í fyrsta skipti og það þónokkuð miklum. Getur þetta verið byrjunin á því að ég sé að missa mjólkina?

Heil og sæl, nei þú missir ekki mjólkina þó þú sért byrjuð á blæðingum. Þú ert hinsvegar orðin frjó aftur og þarft að huga að getnaðarvörnum ef þú ert ekki búin að því. Þ.e.a.s ef þú ætlar ekki að hafa stutt á milli barna. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.