Byrja á blæðingum með 3ja mánaða barn á brjósti

24.01.2018

Góðan daginn. Stelpan mín er þriggja mánaða og hefur eingöngu verið á brjósti hingað til, en bara öðru brjóstinu þar sem hún tók ekki hitt i byrjun og framleiðslan var lítil sem engin þar. Í gær byrjaði ég svo á blæðingum í fyrsta skipti og það þónokkuð miklum. Getur þetta verið byrjunin á því að ég sé að missa mjólkina?

Heil og sæl, nei þú missir ekki mjólkina þó þú sért byrjuð á blæðingum. Þú ert hinsvegar orðin frjó aftur og þarft að huga að getnaðarvörnum ef þú ert ekki búin að því. Þ.e.a.s ef þú ætlar ekki að hafa stutt á milli barna. Gangi þér vel.