15 dagar framyfir

24.01.2018

Er komin 15 daga framyfir og pissaði á prufu í morgun og hún var neikvæð. Er 43 ára. Hætti á pillunni 2016 og erum að reyna. Þetta hefur komið fyrir áður þá 18 daga framyfir. Og eftir það þá kom rósa frænka í heimsókn. Hvað gæti verið að? Er þetta óeðlilegt? Með von um svör. Kærar þakkir.

Heil og sæl, hugsanlega er farið að lengjast milli blæðinga hjá þér vegna aldurs, það er þó alls ekki víst. Þetta er ekki óeðliegt það eru flestar konur sem einhverntímann fá einhverja blæðingóreglu. En fyrst þið eruð að reyna að eignast barn ráðlegg ég þér að hitta kvensjúkdómalækni og fá hjá honum ráðleggingar og skoðun. Gangi ykkur vel.