Amino fyrir æfingu og brjóstagjöf

26.01.2018

Góða kvöldið. Ég er með lítinn gutta á brjósti, en ég var að velta fyrir mér einu..ef ég myndi drekka Amino energy fyrir æfingu, hversu langan tíma þarf ég að láta líða þar til ég get gefið brjóst? Og þyrfti ég að mjólka mig fyrst og henda þeirri mjólk?

Heil og sæl, framleiðandi gefur ekki upp hve lengi amino er í líkamanum eftir neyslu svo það er erfitt að segja til um hve langur tími þarf að líða. Það er ekki mælt með notkun Amino energy hvorki á meðgöngu né við brjóstgjöf. Gangi þér vel.