Hvenær er óhætt að fara aftur eftir keisara.

29.01.2018

Sæl og takk fyrir að halda út þessari hjálplegu síðu. Langaði að kanna, við hjónin eignuðumst barn í október síðastliðinn og erum að kanna á alnetinu hvenær sé óhætt að reyna eignast fleiri eða réttara sagt hvað er ráðlagður biðtími fyrir skurðsvæðið og legið að jafna sig eftir keisaraskurð? mbkv

Heil og sæl, Það er talað um að bíða í um 9 mánuði með að byrja að reyna. Ef að tekst fljótlega að verða barnshafandi væru  um 18 mán. á milli barna.  Gangi ykkur vel.