Streptokokkasýking í hálsi á meðgöngu

09.03.2007

Halló!

Langar að vita hvort streptokokkasýking í hálsi og sýklalyf gegn henni geti haft áhrif á fóstur í byrjun meðgöngu?

Takk fyrir.

 


Sæl og blessuð!

Streptokokkasýking í hálsi ætti ekki að hafa nein áhrif á fóstur í byrjun meðgöngu. Nú veit ég ekki hvaða lyf þú fékkst en Kåvepenin sem oft er notað við Streptokokkasýkingu er alveg öruggt að nota á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2007.