Önnur mjólk meðfram brjóstagjöf?

30.01.2018

Góðan daginn Mig vantar svo að vita hvort það sé þörf á annarri mjólk meðfram brjóstagjöf? Ég er þá að tala um barn sem er byrjað borða (eldra en 6 mánaða). Annað. Má gefa börnum sem eru á brjósti haframjólk, t.d. út í graut eða annan mat? Með fyrirfram þökk.

Heil og sæl, það er ekki nauðsynlegt að gefa börnum semfarin eru að borða og eru á brjósti aðra mjólk. Já það má gefa haframjólk en hafðu í húga að hún er ekki sambærileg við aðra mjólk þ.e. hún inniheldur önnur efni. Gangi þér vel.