Sviði í klofi

01.02.2018

Hæhæ siðustu daga hef ég verið með nokkuð stöðugan sviða í slímhúðinni í píku og smá uppí leggöng og þar í kring. Hef verið að fá verki þarna líka ef ég hef verið að sitja og þá er mjög vont að hreyfa sig en hef líka verið að fá verki í spöngina. Ég var nokkuð viss um að ég væri að fá grindargliðnun og fór til heimilislæknis sem skoðaði mig og hann sagði að svo væri ekki, að þetta gætu verið breytingar í vefjum en útskyrði það ekkert nánar. Talaði svo um að þetta myndi hverfa. Er enn eitthvað efins, er þetta þekkt á meðgöngu? Er komin 14 vikur og þessi verkir og sviði eru búnir að vera núna í 6 daga.

Heil og sæl, þetta gæti hugsanlega verið sveppasýking af einhverju tagi. Ég ráðlegg þér að fara til kvensjúkdómalæknis. Gangi þér vel.