meðgongurof með lyfjum

01.02.2018

sæl og takk yfir frábæran vef. Er að spá í því hvernig það er með meðgongurof með lyfjum. nú eru þetta tvenn lyf og liða 2dagar á milli toku þeirra. Er einhver séns að hætta við meðgongurof EFTIR að fyrri taflan er tekin hjá hjúkrunarfræðing? Ef maður sleppir seinni meðferðinni, hverjir eru möguleikarnir à að fóstrið nái að lifa þrátt fyrir að fyrri taflan hafi verið tekin? og hefði það áhrif á fóstrið ef það myndi lifa? -vonandi skilst þetta, fyrirfram þakkir.

Heil og sæl, Ef enda á meðgöngu verður viðkomandi að vera viss um að vilja það. ÞAð er ekki góður kostur að hætta við í miðju kafi. Hvernig áhrif yrðu af því getur verið einstklingsbundið. Ekki gera neitt nema vera alveg viss. GAngi þér vel.