Hormónar - Pirringur

02.02.2018

Góðan daginn, Ég er eingöngu komin 5 vikur en er farin að finna fyrir svo miklum pirring að ég er orðin leið á sjálfri mér. Er að láta minstu hluti fara í taugarnar á mér, bara nóg að eitthvað sé vitlaust orðað hjá makanum og ég tek það inn á mig. Veit ekki alveg hvort ég eigi að vera þolinmóð með þetta og að þetta "gangi yfir" eða hvort að ég þurfi hreinlega að gera eitthvað í þessu.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að hafa sambandi við ljósmóður á þinni heilsugæslustöð og hún getur farið yfir málið með þér og hjálpað þér að finna lausn. Gangi þér vel.