Reyna eignast barn og er með magabólgu

03.02.2018

Sæl ég var velta fyrir mér að ég og kærasti minn erum reyna eignast barn. Og erum breyta lífstíl borða hollara,hreyfa og allt saman. Ég er greind með magabólgur og er líkur að ég get ekki eignast barn vegna magabólgur?

Heil og sæl, nei magabólgur hafa ekki áhrif á frjósemi. Magabógurnar geta líka lagast mikið ef þú lagar mataræði þitt. Þú þarft að draga úr kaffidrykkju, hætta að drekka vín ef þú hefur gert það og minnka gos, feitan og mikið kryddaðan mat. Einnig er einstaklingsbundið hvaða matur fer illa í fólk og þú þarft að finna svolítið út sjálf hvað hjálpar. Gangi ykkur vel.