Spurt og svarað

06. febrúar 2018

Lakkrís og brjóstagjöf

Hæhæ, Þar sem ég hef heyrt margar skiptar skoðanir á lakkrís og meðgöngu þá var ég að pæla, hefur lakkrís einhver áhrif á brjóstagjöf? Ég sá að þið svöruðu einni spurningu hér inná með lakkrís og meðgönu að samkvæmt einhverjum rannsóknum þá hafa börn verið líklegri til að fá hefðunarvandamál ef mæðurnar borðuðu ákveðið mikið magn af lakkrís á meðgöngunni. Er það þá eins með brjóstagjöfina? Einnig ætlaði ég að spurja, ég sem sagt hækkaði í blóðþrystingnum við fæðingu og hann varð aftur eðlilegur nokkrum vikum seinna og er núna búin að vera eðlilegur í nokkrar vikur, er líklegt að hann verði aftur svona hár? Ég hef alveg verið að fá mér lakkrís reglulega en hann virðist samt vera á eðlilegum mörkum þrátt fyrir lakkrísinn. Fyrirfram þakkir :)

Heil og sæl, lakkrís er ekki sérlega hollur fyrir blóðþrýsting og einnig fer hann illa í maga á mörgum og verður að borða hann í miklu hófi. Ég ráðlegg þér að hafa það í huga í brjóstagjöfinni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.