37 ára og ólétt

06.02.2018

Sæl, ég er 37 ára og er komin mjög stutt á leið (5 vikur). Ég sá á fyrri svörum ykkar að ekki væri þörf á að panta tíma hjá lækni fyrr en um 12 vikur. Gildir það sama ef maður er komin á "áhættu" aldur (þe. eldri en 35). Bestu kveðjur,

Heil og sæl og til hamingju með þungunina. Ef þú velur að fara í samþætt líkindamat (hnakkaþykktarmælingu) þá er ágætt að þú hafir samband við ljósmóður á heilsugæslustöðinni þinni. Hún mundi þá veita þér meiri upplysingar um rannsóknina og koma þér í réttan farveg. Gangi þér vel.