Sugar bear hair

09.02.2018

Góða kvöldið Mig langaði að kanna hvort óhætt væri að taka inn vinsæla hárvítamínið SugarBearhair meðfram brjóstagjöf? Kærar þakkir fyrir góðan vef

Heil og sæl, framleiðandi vill ekki mæla með því á meðgöngu og við brjóstagjöf þar sem þau innihalda talsvert af A, E vítamíni og bíótin. A og E vitamín eru fituleysanleg og geta orðið í of miklu magni fyrir barnið. Við getum því ekki mælt með notkun SugarBear hair á meðan brjóstagjöf stendur. Gangi þér vel.