"on/off" blæðing, 7 vikur

10.02.2018

Sæl og takk fyrir frábæran vef, ég er komin núna 7,5 vikur en það byrjaði að blæða smá hjá mér þegar ég var komin 6 vikur. Kom smá blóð í pappírin 1 dag, en mjög lítið í bindi sem ég setti þá. Svo stopp. Svo aftur tveimur dögum seinna og áfram. Það er ss ekki að blæða mikið en það kemur alltaf aftur. Ég fór í snemmsónar í viku, komin þá 7 vikur nkl. Það sást í sekkur og smá í fóstri en læknirinn gat ekki greint hjartslátt. Svo sá hún að það blæðir smá í kringum sekkinn. Hún gat ekki sagt neitt í raun, þetta getur hætt eða þetta er bara byrjun af fósturmissi. Ég á bara að koma aftur eftir 2-3 vikur. Spurningin mín er hvort ég þarf að lifa bara venjulegu lífi eða hvort er betri að ég sé að hvílast sem mest? Ég er kennari og það er nú mikið að gera hjá mér, einnig 2ja ára orkubolti á heimilinu og ekki alveg hægt fyrir mig að liggjast bara... Ég missti lika fyrr en ég átti drenginn minn (komin þá 7 vikur), ég var búin að reyna að hvílast sem mest þá en það gerði ekkert til. Takk kærlega.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að lifa sem eðlilegustu lífi. Hvild og að fara vel með sig koma ekki í veg fyrir fósturmissi svona snemma á meðgöngunni. Í raun og vera getur þú ekki gert annað en að bíða og sjá hvernig þetta mun koma til með að þróast. Í sumum tilfellum hættir þetta og meðgangan heldur eðlilega áfram en stundum er þetta visbending um fóstumissi og það er einungis tíminn sem getur leitt það í ljós. Gangi þér vel.