annað barn fljótlega

14.02.2018

Góðan dag og takk fyrir æðislegan vef. Ég á von á mínu fyrsta barni í lok apríl og planið hjá okkur hjónum er að hafa stutt á milli barnana okkar ef allt gengur vel. Mig langaði að spurja hvenær það er æskilegt að byrja að reyna aftur eftir fæðingu ef allt gengur vel? Væru 3 mánuðir of stuttur tími til að jafna sig eftir fæðingu? og er kannski erfiðara að verða ófrísk ef ég er enn með barnið mitt á brjósti?

Heil og sæl, ef allt gengur vel og þú fæðir eðlilega þá getur þú byrjað fljótlega að reyna aftur. Það er misjafnt hvernær konur eru aftur orðnar frjóar eftir fæðingu. Konur með fulla brjóstagjöf verða stundum frjóar aðeins seinna, brjóstagjöfin dregur oftast aðeins úr frjósemi. Gangi ykkur vel.