Flug snemmt eftir fæðingu

18.02.2018

Daginn, ég var að spá að fara erlendis þegar barnið er orðið mánaða gamalt. Hefur það einhver áhrif á mig eða barninu að fara í flug svona snemmt eftir fæðingu? Var í venjulega fæðingu sem gekk mjög vel og var saumuð nokkur spor.

Heil og sæl, það er í lagi að fara í flug en ef þú ert að fljúga langa vegalengd ráðlegg ég þér að standa reglulega upp og hreyfa þig, drekka nóg af vatni og jafnvel fara í flugsokka. Gangi þér vel og góða ferð.