Spurt og svarað

18. febrúar 2018

verkir og aum í brjóstum

Hæhæ, ég hætti á pilluni í síðasta mánuði og byrjaði á túr. Núna eru 5-6 dagar síðan ég átti að byrja á túr, en ætlaði ekkert að fara stressa mig því ég veit að blæðingarnar geta verið aðeins óreglulegri eftir að maður hættir á pillunni. En núna síðustu 1-2 vikunar er ég búin að vera með svona hálfgerða túrverki, svona litla verki í leginu og eggjastokkunum sem hverfa svo strax. Ég hélt að ég væri bara að fara byrja á túr en ekkert hefur gerst. Einnig er ég búin að vera fáránlega viðkvæm og íllt í geirvörtunum, en ekkert bólar á túrnum. Í þokkabót er ég búin að þurfa pissa miklu oftar, en kemur alltaf minna. Eru þetta venjuleg einkenni eftir að maður hætti á pillunni?

Heil og sæl, nei þetta eru ekki venjuleg einkenni. Ég ráðlegg þér að taka þungunarpróf og sjá hvað kemur út úr því. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.