verkir og aum í brjóstum

18.02.2018

Hæhæ, ég hætti á pilluni í síðasta mánuði og byrjaði á túr. Núna eru 5-6 dagar síðan ég átti að byrja á túr, en ætlaði ekkert að fara stressa mig því ég veit að blæðingarnar geta verið aðeins óreglulegri eftir að maður hættir á pillunni. En núna síðustu 1-2 vikunar er ég búin að vera með svona hálfgerða túrverki, svona litla verki í leginu og eggjastokkunum sem hverfa svo strax. Ég hélt að ég væri bara að fara byrja á túr en ekkert hefur gerst. Einnig er ég búin að vera fáránlega viðkvæm og íllt í geirvörtunum, en ekkert bólar á túrnum. Í þokkabót er ég búin að þurfa pissa miklu oftar, en kemur alltaf minna. Eru þetta venjuleg einkenni eftir að maður hætti á pillunni?

Heil og sæl, nei þetta eru ekki venjuleg einkenni. Ég ráðlegg þér að taka þungunarpróf og sjá hvað kemur út úr því. Gangi þér vel.