Blæðing/verkir byrjuð aftur eftir fæðingu

21.02.2018

Góðan dag, Nú síðustu 2 daga hefur blætt smá fersku blóði hjá mér ásamt því að mig verkjar aðeins í leggöngunum, var aðeins saumuð þar og finn svona þrýsting niður eins og þegar saumarnir voru að gróa fyrstu vikurnar. En nú eru 9 vikur síðan ég átti. Var búin að vera verkjalaus og laus við úthreinsunina í ca 2 vikur. Er þetta eðlilegt?

Heil og sæl, ég reikna með því að það séu hugsanlega að byrja hjá þér blæðingar að nýju. Gangi þér vel.