Flug með ungabörn

27.02.2018

Góðan dag Ég er að velta fyrir mér hvernig og hvort það sé í lagi að ferðast til sólarlanda, utan evrópu, með ca tveggja mánaða gamalt barn. Er smithættan meiri og er hægt að fyrirbyggja smit með einhverjum sprautum?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér ef það þú þarft að ferðast með barn til landa utan Evrópu að þá ræðir þú við heilsugæsluna þína m.t.t. hvaða bólusetninga er þörf ef einhverra. Það fer eftir því til hvaða landa er ferðast hve miklar ráðstafanir þarf að gera. GAngi þér vel.