svefn hjá 2vikna

28.02.2018

hæhæ nú er sonur minn orðinn tveggja vikna, hann er mjög góður en vakir rosalega mikið á daginn (ekkert vesen á honum, vill bara vera að skoða sig um en er samt sem áður rosalega þreyttur en berst við að halda augunum opnum) Hann sofnar stundum á brjôsti en vaknar leið og ég reyni að leggja hann niður(leifi honum alltaf að liggja a mer 15-20 min eftiir gjöf) Er eðlilegt að svona lítill kroppur vaki svona mikið og er eitthvað sem eg get gert til að fá hann til að sofa? Erum að sofna um og eftir miðnætti og vöknum um 9 , hann vaknar yfirleitt með 4 tima millibili að drekka

Heil og sæl og til hamingju með soninn. Mér sýnist á bréfi þínu að hann vera alveg til fyrirmyndar og þetta er alveg eðlilegt. Það er eðlilegt að hann vakni þegar þú leggur hann niður. Flest börn vilja dorma við brjóstið en þegar á að leggja þau þá vakna þau aftur og vilja gjarnan sjúga meira. Hann er svo ungur að það er erfitt að ætla að gera einhverja "svefnrútínu" það kemur þegar hann eldist. Gangi ykkur vel.