Spurt og svarað

28. febrúar 2018

Ísbað / klakabað

Sælar, var að velta fyrir mér hvort óléttar konur megi fara í kalda potta svona eins og er í sundlaugum? Og þá til skiptis heitt og kalt? Oft gert til þess að sjokkera líkamann.

Heil og sæl, það hafa okkur vitanlega ekki verið gerðar neinar rannsóknir á þessu og áhrifum á líkama ófrískra kvenna. ÞAð hefur þó verið ráðið frá því að vera í lengri tíma í mjög heitum böðum en nú er aðeins farið að bera á rannsóknum sem hrekja það og segja það ekki gera til meðan konunni líður vel.  Ég tel að hér sé best að nota almenna skynsemi. Ef þú þolir vel að fara í kaldan pott og finnst það gott þá skaltu gera það af skysemi og án þess að þú sért neitt að pína þig. Það sama gildir um heita potta og ég mundi ennþá fara varlega í að vera mjög lengi í potti sem er vel yfir líkamshita. Gangi þér vel.  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.