Minnkaðar hreyfingar

04.03.2018

Er eitthvað kvíðin núna en mér finnst ég ekki hafa fundið sterkar hreyfingar í gærkvöldi og hef ekki fundið í morgun heldur.. er komin 21v3d og fylgjan er framan á, getur barnið fært sig og er þess vegna að sparka frekar í fylgjuna núna? Ég var farin að finna vel fyrir hreyfingum.

Heil og sæl, þegar um framveggsfylgju er að ræða finnur maður minna fyrir hreyfingum en þegar hún er aftan á. Það getur alltaf verið svona snemma á meðgöngunni að þú finnir ekki alveg fyrir hreyfingum í einhvern tíma. Ef þér finnst þú ekki hafa fundið neinar hreyfingar í langan tíma þrátt fyrir að hafa einbeitt þér að því að finna þær þá ráðlegg ég þér að hafa samband við ljósmóðurina þína í meðgönguvernd og ræða við hana. Gangi þér vel.