Bólusetningar fyrir barneignir

14.03.2018

Ég vildi forvitnast hvort það er ráðlegt að fara í endurnýjun á MMR bólusetningunum áður en barneignir eru fyrirhugaðar.

Heil og sæl, nei það er nú ekki ráðlagt sértstaklega amk. ekki ef þú hefur fengið þínar barnabólsetningar. Mótefni gegn rauðum hundum eru mæld í fyrstu skoðun og ef að mótefni mælast lág (mjög sjaldgæft) er mælt með bólusetningu eftir meðgönguna. Gangi þér vel.