Ólétta eða ekki?

19.03.2018

Ég tók óléttutest seint á laugardagskvöld og það kom neikvætt. Svo fór ég að sofa, og byrjaði á túr um nóttina, svo þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgun og kíkti aftur á það þá var mjög ljós lína, núna er komin mánudagur og ég er ennþá a virkilega miklum blæðingum. Ég er alls ekki tilbúin til að eignast annað barn en mér finnst þetta bara ekki passa.. það eru rúmlega 5 vikur síðan ég stundaði kynlíf. Passar það allveg að vera komin 5 vikur á bullandi túr? Tek það fram að ég fór á túr líka fyrir 4 vikum. Getur ekki verið að þetta test hafi verið bara gallað?

Heil og sæl, líkurnar á því að þú sért ófrísk eru stjarnfræðilega litlar. Þú ert á blæðingum á réttum tíma og hefur ekki stundað kynlíf síðan þú varst síðast á blæðingum. Gangi þér vel.