Parasetamol

19.03.2018

Sælar ljósur og takk fyrir frábæran vef. Leita mikið hingað inn. Eg var að velta því fyrir mer. Eg a litla stelpu sem er rúmlega 11 mánaða og hun var með hita um daginn þannig hún fekk stíl um miðja nótt, var búin að vera mjög pirruð og leið illa. En allavega var rökkvað inni herbergi og hun var mjög pirruð þannig það gekk erfiðlega að setja stilinn. En þap tókst en svo fór eg að pæla ef að hann hefði farið óvart í leggöngin sem hann fór ekki en eg var allt i einu skithrædd um að hann hefði lent þar. Hvað hefði gerst þá? Hefði hann virkað sem skyldi eða hvað. Eg tek það fram að það gerðist ekki. Eg for bara eftir á að pæla i þvi.

Heil og sæl, það er mjög ólíklegt að það tækist að koma stíl í leggöng á svo ungu barni. En ef það hefði gerst þá er það ekki neitt hættulegt. Stíllinn hefði virkað en hugsanlega öðruvísi þar sem frásog og upptaka lyfja gæti verið öðruvísi frá leggöngum heldur en endaþarmi. Gangi þér vel.