Hjól og fjallgöngur

20.03.2018

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef. Það eru komnar 3 vikur síðan ég átti stelpuna mina og úthreinsunin alveg að klárast(kemur nánast ekkert yfir daginn). Ég var að spá hvenar það væri í lagi að skella sér út í smá hjólatúr eða í létta fjallgöngu (t.d. Úlfarsfellið). Veit maður á ekki að byrja of geist en freistingin er svo mikil í þessu veðri sem búið er að vera.

Heil og sæl, þú getur farið að fikra þig áfram núna. Farðu bara rólega og ekki ætla þér of mikið. Byrjaðu bara með smá hjólatúr og sjáðu hvernig gengur. Gangi þér vel.