Áhrif frá umhverfishljóðum

20.03.2018

Góðan dag, þessi síða hefur hjálpað mér ofboðslega mikið í gegnum meðgönguna og mun líklega gera það áfram núna þegar litla krílið er komið. Ég hef heyrt að t.d. tónlist á meðgöngu og eftir að barnið fæðist geti haft mikil áhrif á barnið, sem mér finnst ofboðslega skemmtilegt. Hins vegar hafði ég áhyggjur af því að annars konar hljóð geti gert það líka, t.d. frá spennumyndum/hryllingsmyndum? Getur það ýtt undir streitumyndun? Kv. Nýbökuð móðir eins 10 daga.

Heil og sæl, það er nú kannski ekkert alveg vísndalega sannað í þessu máli en hitt er annað mál að það er örugglega betra fyrir barnið og alla að vera í afslöppuðu og þægilegu andrúmslofti þar sem ekki er mikið um óþægileg skyndileg hljóð. Gangi þér vel.