Er hægt að verða ólétt á brjóstapilluni?

22.03.2018

Hæhæ Takk fyrir frábæran vef, ég notaði hann mikið á meðgöngu og hann nýtist mér vel. Mín spurning er, ég á 16 mánaða gamla stelpu sem er ennþá á brjósti, hún fær aðallega brjóst á nóttunni en stundum á daginn líka. Get ég orðið ólétt? Ætti ég að skipta um pillu? Ég vill alls ekki verpa ólétt strax aftur en ef vill heldur ekki hætta með hana á brjósti strax. PS ég get ekki notað smokkin. Mbk Ég

Heil og sæl, Það er alltaf hugsanlegur möguleiki að verða ólétt á pillunni ef hún er ekki notuð rétt. Þú ættir að vera nokkuð örugg á brjóstapillunni ef þú tekur hana rétt og ættir ekki að þurfa að skipta um pillu. Gangi þér vel.