augabrúnalitun á meðgöngu

22.03.2018

Sæl, Mig langar til að forvitnast um hvort það sé talið óhætt að lita á sér augabrúnirnar heima á meðgöngu, þ.e. er e-ð sem mælir gegn því (valdið fóstrinu skaða)? Kv. Bumbulína 24 vikur

Heil og sæl, já hérlendis  höfum við  ekki verið að ráða frá því að lita augabrúnirnar á meðgöngu. Gangi þér vel.